Fara í efni
Umræðan

Gauti snýr aftur heim til Eyja í sumar

Gauti Gunnarsson staldrar ekki nema einn vetur við á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Handboltamaðurinn Gauti Gunnarsson, sem leikið hefur með KA í vetur, hefur samið við ÍBV á ný og snýr heim til Eyja í sumar eftir eins árs dvöl á Akureyri. Handknattleiksdeild ÍBV tilkynnti í vikunni að samið hafi verið við Gauta til tveggja ára.

Gauti, sem er örvhentur hornamaður, leysti Óðin Þór Ríkharðsson af hólmi eftir síðasta keppnistímabil. Óðinn hélt þá í víking, eftir einn vetur með KA þar sem hann var frábær, og samdi við lið Kadetten í Sviss. Gauti hefur skorað 4,2 mörk að meðaltali í leik með KA í vetur.

Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. maí 2023 | kl. 20:00

Leitin að fullkomnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar
30. maí 2023 | kl. 14:00

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00

Essin stóru í uppstigningardagsviku

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 16:00

Meira um brjóst og rassa

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 14:14