Fara í efni
Umræðan

Einkennilegt viðmót hjá SAk

Einkennilegt viðmót hjá SAk

Ég hef átt við kyngingaerfiðleika að stríða nú á þriðja ár og það er vitað hvað er að eftir ítrekaðar magaspeglanir. Föstudaginn 28. ágúst var ég að koma frá augnlækni í Reykjavík og hafði þar reynt að borða ofurlítið en eitthvað gerðist þannig að allt lokaðist í kokinu og ég kom engu niður. Þannig var ég eftir að heim var komið og á laugardeginum leist mér sannast sagna ekkert á, gat ekki borðað og kom einu sinni ekki niður vatni svo ég náði sambandi við HSN og læknir þar brá skjótt við og kom mér strax inn á bráðadeild SAK en þá hafði ég hvorki getað borðað né nærst í hálfan annan sólarhring.

Ég hélt í einfeldni minni að mér yrði sinnt strax en í staðinn var bara þrædd í mig slanga, trúlega næring og ég látinn liggja galfrískur að öðru leyti og sagt að mér yrði e.t.v. sinnt á mánudegi. Þolinmæði minni var ofboðið og ég rauk út á laugardagskvöld með þeim orðum að fyrst ekkert væri ákveðið hægt að segja til um hvenær mér yrði sinnt þá gæti ég eins verið heima matarlaus og það yrði þá hringt í mig strax á mánudag ef af yrði og ég myndi mæta að sjálfsögðu.

Síðan hef ég ekkert heyrt frá SAk og þeim þá greinilega sama hvort ég væri enn matarlaus eða hvernig ástand mitt væri. Ég tók til minna ráða eftir að ég kom heim á laugardagskvöldið hellti mér á gott heitt kaffi og settist við eldhúsborðið með ruslafötuna mér við hlið og byrjaði að þræla í mig kaffinu sem ég auðvitað ældi aftur stanslaust en hélt samt áfram að pína mig og um miðnóttina varð ég var við að eitthvað gerðist og losnaði í kokinu á mér og ég gat farið að renna niður vatni og síðar ofurlitlum matarbta. Mér var stórlega létt skal ég segja ykkur.

Eftir þessa leiðinlegu reynslu af SAk núna verð ég að láta koma fram að í tvö fyrri skifti fyrir nokkrum árum hef mjög góða reynslu af tveimur frábærum læknum þar, í annað skiftið varð ég fyrir mjög slæmu ökklabroti, sem hinn frábæri læknir Jónas Franklín meðhöndlaði af stakri snilld og í annað skifti er ég fékk mein í þvagblöðruna og annar snillingur Valur Marteinsson skar meinið í burtu og var þar annar snillingur að verki og hef ég ekki orðið var við nein eftirköst síðan í hvorugu tilfellinu því þetta eru snillingar báðir tveir hvor á sínu sviði.

Að lokum vil ég geta þess að viðskifti mín við SAk nú komu mér verulega á óvart eftir þá góðu reynslu, sem ég hafði af tveimur fyrrgreindu læknasnillingum. Einnig kemur sér vel að ég hef mjög góðan heimilislækni, Braga Sigurðsson sem sinnir mér mjög vel enda ég orðinn vel fullorðinn og þarf á því að halda að fylgst sé vel með heilsu minni.

Hjörleifur Hallgríms er Akureyringur og eldri borgari

Réttindi neytenda á tímum Covid

Brynhildur Pétursdóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 13:00

Jónas Hallgrímsson

Tryggvi Gíslason skrifar
16. nóvember 2020 | kl. 07:15

Jón Sveinsson - Nonni

Haraldur Þór Egilsson skrifar
17. nóvember 2020 | kl. 10:30

Matthías Jochumsson

Tryggvi Gíslason skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 17:09

Íslenska, nútími og lestur

Sverrir Páll skrifar
19. nóvember 2020 | kl. 10:10

Bílastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar
20. nóvember 2020 | kl. 10:00