Fara í efni
Umræðan

Ég kýs Katrínu

Vald felst því að að geta haft áhrif á líf fólks, til góðs eða ills. Það er vandmeðfarið. Valdi má misbeita, það má nota til að drottna eða skara eld að eigin köku, en vald getur líka orðið til góðs, til dæmis þegar kórinn hlýðir stjórnandanum til að söngurinn hljómi vel.

Sumir hafa meira vald en aðrir og meiri möguleika til að hafa áhrif á aðrar manneskjur. Suma höfum við valið sérstaklega til að fara með völd fyrir okkur. Þingmenn eru í þeim hópi og forsetinn. Þetta fólk er allt kosið til starfa sinna af okkur, kjósendum, og á að vinna fyrir okkur, enda fulltrúar okkar, almennings.

Forsetinn á að nota allt sitt vald af auðmýkt með hag heildarinnar að leiðarljósi. Áhrifavaldi fylgir líka ábyrgð, sama hver fer með það. Það skiptir máli hvernig forseti talar við þjóð sína og fyrir hana. Þar vil ég heyra heiðarleika, velvilja, nærgætni, visku og virðingu fyrir menningu, en líka djörfung, víðsýni, trú á það góða og uppörvun til þarfra verka. Ekki síður vegur þungt hvernig forsetinn talar við nýja Íslendinga og hvernig hann lætur rödd okkar heyrast í samfélagi þjóðanna.

Við munum velja réttu manneskjuna í þetta embætti núna á laugardaginn. Ég ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur því ég treysti henni best til þessa verkefnis í okkar þágu, ekki vegna þess að ég sé sammála henni um allt, heldur vegna þess að ég hef lengi dáðst að því hvernig hún talar við þjóðina, kemur fram fyrir hennar hönd, hefur lag á að fá fólk með ólíkar skoðanir til að vinna saman og kann að skilja kjarnann frá hisminu.

Katrín er prúð, hefur gott hyggjuvit og hlýtt og hugsandi hjarta. Sannir leiðtogar geta verið miklar manneskjur og fyrirmyndir án þess að verða uppfullir af sjálfum sér.

Katrín Jakobsdóttir er þannig leiðtogi. 

Svavar Alfreð Jónsson er sjúkrahúsprestur

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00