Fara í efni
Umræðan

Búið að nafngreina alla leikmenn ÍBA liðsins

Tekist hefur að nafngreina alla leikmenn á gömlu íþróttamyndinni, af handboltaliði ÍBA, sem Akureyri.net birti á laugardaginn var.  

Aftari röð frá vinstri: Sigurlína Sigurgeirsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir, Herdís Jónsdóttir og Halla Jónsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Auðbjörg María Sigursteinsdóttir, Jarþrúður Jónsdóttir og Rósa Jónsdóttir

  • Sigurlína – aldrei kölluð annan en „Sísí“ – segir myndina tekna árið 1956 áður en liðið hélt í keppnisferð til Færeyja. Búningarnir, sem sannarlega eru óvenjulegir, hafi verið sérsaumaðir fyrir ferðina.
  • Þrjár systur eru í liðinu; Herdís, Halla og Jarðþrúður úr Fjólugötu 15. 

Gaman er að segja frá því að nokkrir afkomendur þessara handboltastúlkna eru þekktir íþróttamenn:

  • Bryndís Þorvaldsdóttir er móðir KA-mannanna Þorvaldar og Ormars Örlygssona, sem báðir voru kunnir knattspyrnumenn. Þorvaldur var atvinnumaður í Englandi í áratug með Nottingham Forest, Stoke og Oldham.
  • Almarr sonur Ormarrs er einnig þekktur knattspyrnumaður til margra og Karlotta Björk Andradóttir, bráðefnileg dótturdóttir Ormars, steig fyrstu skrefin með meistaraflokki Þórs/KA aðeins 15 ára. 
  • Börn Sigurlínu, Inga Huld og Sigurður Bjarnar, Pálsbörn, léku bæði knattspyrnu og handknattleik með Þór, og Páll sonur hennar, lék knattspyrnu með félaginu.
  • Þá eru ömmubörn Sigurlínu þekkt íþróttafólk; börn Ingu Huldar og Hlyns Birgissonar knattspyrnumanns: Lillý Rut leikur nú knattspyrnu með Val en áður Þór/KA, Birgir Ómar með Þór og  Laufey Elísa lék einnig knattspyrnu á sínum tíma. Gísli Páll Helgason (Pálssonar) lék knattspyrnu með Þór um árabil og Inga Dís Sigurðardóttir (Pálssonar) handknattleik og knattspyrnu með Þór/KA og KA/Þór.

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00