Fara í efni
Umræðan

Bann við símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar?

Mikil umræða hefur verið undanfarið um símanotkun barna- og ungmenna í grunnskólum og skort á stafrænu læsi. Það er frábært þegar þjóðþekktur aðili eins og Þorgrímur Þráinsson leggur orð í belg því þá virðist þjóðin hlusta en þá þarf líka að bregðast við og grípa til aðgerða.

Barna- og menntamálaráðherra hefur sett af stað vinnu sem miðar að því að gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins, en hún er óvíða eins mikil og hér á landi. Við bæjarfulltrúar Framsóknar á Akureyri viljum bregðast strax við og munum leggja fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag:

Fræðslu- og lýðheilsuráði er falið í samstarfi við ungmennaráð og fulltrúum skólasamfélagsins, skólastjórnendum, kennurum og nemendaráðum grunnskóla, að setja reglur um notkun síma í grunnskólum Akureyrarbæjar. Reglurnar eiga að taka gildi í síðasta lagi um næstu áramót og gilda þar til barna- og menntamálaráðherra hefur lokið vinnu við mótun reglna um notkun síma í grunnskólum landsins.

Skilja börn og ungmenni orðið bergmálshellir?

Einnig munum við leggja fram fyrirspurn um stöðu vinnu við að efla stafrænt læsi barna- og ungmenna en undirrituð skrifaði grein um eflingu stafræns læsis fyrir ári síðan, Smá veröld í risaheimi stafrænnar tækni, og lagði svo fram eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn sem var samþykkt: Bæjarstjórn telur mikilvægt að leggja sérstaka áherslu á stafrænt læsi barna og ungmenna í nýrri lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar og í framhaldinu í aðgerðaáætlun forvarnastarfs sem tæki þá ekki aðeins á notkun og samskiptum á miðlunum heldur einnig markaðsstarfi þeirra.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson eru bæjarfulltrúar Framsóknar á Akureyri

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00

Heil­brigðis­stofnun Norður­lands 10 ára í dag

Jón Helgi Björnsson skrifar
01. október 2024 | kl. 12:20

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
28. september 2024 | kl. 12:00

Hvað segir það um málstaðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. september 2024 | kl. 06:00

Fást engin svör

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. september 2024 | kl. 11:15

Áherslur ráðherra skipta máli

Heimir Örn Árnason skrifar
20. september 2024 | kl. 09:40