Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri
24. september 2023 | kl. 22:00
Meirihluti bæjarráðs Akureyrar samþykkti í morgun samning um uppbyggingu á félagssvæði KA og vísaði honum til umræðu í bæjarstjórn. Þar með er endanlega ljóst að frá fyrri samningi verður bætt við tengibyggingu á milli íþróttahússins og áhorfendastúkunnar sem reist verður við nýja fótboltavöllinn, aðal keppnisvöll félagsins, sem nú er unnið að. Í umræddri tengibyggingu verður annars vegar félagsaðstaða og hins vegar búningsklefar.
Nokkrar bókanir voru lagðar fram á fundinum þar sem fulltrúar meirihlutans lýstu eðlilega mikilli ánægju með málalyktir en tveir fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn töldu ótímabært að taka endanlega ákvörðun.