Fara í efni
Umræðan

AkureyrarAkademían og samfélagið

Það er öflugur hópur sem hefur aðstöðu hjá AkureyrarAkademíunni hverju sinni til að sinna fjölbreyttum verkefnum, námi og öðrum fræði- og ritstörfum. Við hittumst reglulega á kaffistofunni og segjum frá því sem verið er að vinna að og ræðum um starf Akademíunnar. Það er dýrmætt fyrir hópinn að njóta félagsskapar og stuðnings.

En félagar Akademíunnar telja líka mikilvægt að miðla þekkingu til samfélagsins með því að bjóða almenningi upp á fjölbreytilega viðburði og stuðla að umræðum. Allt frá stofnun árið 2006 hefur Akademían staðið fyrir meira en 150 viðburðum hér í bænum þar sem lögð hefur verið áhersla á að tengja saman ólíka hópa og virkja almenning til þátttöku. Fjölbreyttir viðburðir hafa þjónað öllum aldurshópum og sérstök áhersla verið lögð á að sinna eldri borgurum.

Á síðustu Akureyrarvöku stóð Akademían fyrir Skólasögustrætó í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri og Strætisvagna Akureyrarbæjar þar sem boðið var upp á leiðsögn um menntun og frístundir barna á Akureyri fyrstu 100 árin í sögu bæjarins. Margir sóttu viðburðinn á sólríkum sunnudegi og rifjuðu upp minningar sínar úr skólagöngunni.

Í október var fjölmennt málþing í Hofi undir yfirskriftinni, Fjölmenning á Akureyri: Innflytjendur og íslenskan. Þar fór fram samtal fræðimanna, fólks í fræðslukerfinu, aðila vinnumarkaðarins, innflytjenda og fleiri um það sem verið er að gera hér í bænum til að efla færni innflytjenda í íslensku og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Þar var ekki síst mikilvægt að leita til innflytjenda sjálfra um að taka þátt í samtalinu og segja frá sinni reynslu. Málþingið kemur vonandi að gagni sem víðast í frekari vinnu að þessum mikilvægu málum.

Félagar Akademíunnar líta ekki á sig sem sérfræðinga á þessu sviði frekar en öðrum samfélagsmálum sem eru í deiglunni á hverjum tíma. Leiðarstefið er fyrst og fremst að bjóða upp á vettvang fyrir samtal og skoðanaskipti um mál sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu og að virkja fólk til þátttöku.

Sigurgeir Guðjónsson er formaður stjórnar AkureyrarAkademíunnar

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15