Fara í efni
Umræðan

Af dauðhrædda sóknarprestinum

Í þessum fréttamiðli birtist nýlega grein eftir prest hér í bæ þar sem hann lýsti ótta sínum við að deyja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, enda sé þar ónóga sálgæslu að fá.

Þegar greinin er lesin nánar sést að hún snýst um áhyggjur mannsins af því að ekki sé sérstakur sálgæslumaður á launaskrá hjá sjúkrahúsinu, svo sem djákni eða prestur.

Þar sem ég var í mínu sérnámi í læknisfræði á sjúkrahúsum erlendis kynntist ég því hversu mikilvæg sálgæsla trúarhópa gat verið. Þar datt hins vegar engum í hug að þeir ættu að vera á launum hjá heilbrigðisþjónustunni, heldur var það hver söfnuður sem sá um sitt fólk. Fulltrúar safnaðanna voru oft mættir til síns fólks á svipuðum tíma og við ungu læknarnir gengum stofugang og varð oft úr hið prýðilegasta samstarf. Í því fjölmenningarsamfélagi sem við búum nú við kemur í ljós mismundandi styrkleikar meðal trúarhópa þegar kemur að þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur þeirra við lok lífs.

Að frumkvæði séra Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests í Akureyrarkirku, gáfu prestar á Akureyri og í nágrannasveitum út einblöðung fyrr í vetur fyrir viðskiptavini Sjúkrahússins á Akureyri sem ber heitið; „Kynning á sálgæsluþjónustu presta þjóðkirkjunnar á Akureyri og nágrenni“. Þar segir m.a:

Hafa má samband við presta og djákna þjóðkirkjunnar allan sólarhringinn.
Á kvöldin og um helgar má ná í prest á bakvakt. Hjúkrunarfræðingar á deildum SAK geta haft milligöngu um það.
Skipulag kirkjunnar er svæðisbundið. Á dagtíma virka daga má hringja í þessi símanúmer:

Glerárprestakall:
Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, 866 8489
Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, prestur í Glerárkirkju, 864 8456

Akureyrar- og Laugalandsprestakall:
Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli, 860 2104
Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli, 863 1504
Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli, 696 1112

Laufásprestakall:
Gunnar Einar Steingrímsson, sóknarprestur í Laufásprestakalli, 835 1340

Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi:
Guðmundur Guðmundsson, Héraðsprestur, 897 3302

Nær allir Íslendingar þekkja lokaerindið í sálmi okkar ástkræra Hallgríms Péturssonar „Allt eins og blómstrið eina“:

Ég lifi' í Jesú nafni,
í Jesú nafni' eg dey,
þó heilsa' og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti' eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.

Við guðsmanninn segi ég; Óttast þú eigi, því þér mun að minnsta kosti veitast sálgæsla frá sóknarpresti þínum.

Friðbjörn Sigurðsson er læknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri

Hallgrímur Gíslason skrifar
06. júní 2023 | kl. 16:40

Áhugaleysi Vegagerðarinnar

Guðmar Gísli Þrastarson skrifar
05. júní 2023 | kl. 11:45

Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. maí 2023 | kl. 20:00

Leitin að fullkomnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar
30. maí 2023 | kl. 14:00

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00