Fara í efni
Umræðan

Ábending

Ábending

Vegna nokkurrar ónákvæmni um Kristnesspítala á heimasíðu Sjúkrahússins á Akureyri langar mig til að koma að leiðréttingu við þróunarsögu spítalans. Sú skekkja sem fram kemur á heimasíðunni (í grein í tilefni 90 ára afmælis Kristnesspítala fyrir fimm árum) hefur komið fram á nokkrum öðrum stöðum undanfarin ár og finnst mér því þörf á að gera leiðréttingu við sagnfræðina.

Því er gjarnan haldið fram að breyting hafi orðið á spítalanum með ákvörðun heilbrigðisráðherra að gera Kristnesspítala að hjúkrunar- og endurhæfingarspítala 1976.

Það sem gerðist árið 1976 var fyrst og fremst að hætt var að skilgreina spítalann sem berklahæli og þurfti því að finna nýja skilgreiningu í samræmi við þágildandi reglur um flokkun heilbrigðisstofnana. Þessari ákvörðun fylgdu engin fyrirmæli, fjármunir, stefnumörkun eða annað nesti til framtíðarinnar. Þrátt fyrir breytingu á flokkun spítalans á pappírum varð engin breyting á rekstri spítalans fyrr en 1986 – 1987 eða tíu árum eftir undirritun bréfs ráðherra. Því þurftu stjórnendur spítalans að finna honum nýtt hlutverk í heilbrigðiskerfinu. Var nokkur vinna lögð í að þarfagreina ástand heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi eystra. Ýmis starfsemi kom til greina, en að lokum var ákveðið að stefna á að á Kristnesspítala skuli rekin hjúkrunar- og endurhæfingardeild. Málið var unnið í náinni samvinnu við heilbrigðismálaráð Norðurlands eystra, en það ráð samanstóð af einum fulltrúa frá hverri heilbrigðisstofnun á Norðurlandi eystra og var héraðslæknir formaður ráðsins. Ráðið studdi framgang málsins af heilum hug og var það mesti styrkur sem framgangur málsins fékk í héraði. Að öðru leyti en því sem stjórnarnefnd ríkisspítalanna og heilbrigðismálaráð studdu við tillögu stjórnenda var framvinda framkvæmda algerlega á höndum stjórnenda Kristnesspítala.

Á fundi stjórnarnefndar ríkisspítala 25. ágúst 1986 samþykkti nefndin fyrirliggjandi starfsemis- og byggingaáætlun stjórnenda. Í framhaldi af því samþykkti heilbrigðisráðuneytið þær áætlanir. Þar með var hægt að hefjast handa við uppbyggingu á Kristnesspítala til framtíðar.

Með þessum pistli mínum vil ég aðeins leiðrétta þann útbreidda misskilning að eitthvað hafi breyst á Kristnesspítala með nýrri flokkun spítalans á pappírum.

Bjarni B. Arthursson var framkvæmdastjóri Kristnesspítala frá 1980 til 1993.

Lautin athvarf 20 ára (22 ára)

Ólafur Torfason skrifar
09. desember 2022 | kl. 14:00

Örugg skref í átt að sjálfbærni

Elma Eysteinsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 21:00

Metnaðarfull áætlun fyrir sveitarfélagið

Heimir Örn Árnason skrifar
05. desember 2022 | kl. 20:35

Ánægð með að hlustað var á Samfylkinguna

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:55

Aukið fjármagn frá ríkinu breytir stöðunni

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:00

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 15:45