Fara í efni
Pistlar

Vasco da Gama síðasta skemmtiferðaskip ársins

Mynd: Þorgeir Baldursson

Síðasta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Akureyri í gærmorgun, 26. október – nokkru seinna en undanfarin ár. Fyrsta skipið í ár, Amera, lagðist að Tangabryggju 7. maí, alls höfðu um 175 skip viðkomu að þessu sinni og farþegarnir voru um 250 þúsund.

Aðeins komu tvö skemmtiferðaskip til Akureyrar í þessum mánuði, hið fyrra var Rembrandt Van Rijn sem var hér 12. október og síðasti „gesturinn“ var Vasco da Gama, sem getur flutt allt að 1200 farþega. Skipið lagðist að bryggju árla morguns í gær og Þorgeir Baldursson tók þessa fallegu mynd þegar hinn glæsilegi nafni portúgalska landkönnuðarins hélt á brott á ný um sexleytið í gærkvöldi.

Lausnin 6/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
10. janúar 2026 | kl. 06:00

Sópaði Strákunum okkar út á fimm sekúndum

Orri Páll Ormarsson skrifar
09. janúar 2026 | kl. 14:00

Lausnin 5/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
09. janúar 2026 | kl. 06:00

Lausnin 4/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
08. janúar 2026 | kl. 06:00

Runnkennt elri til landgræðslu - Fyrri hluti: Almennt

Sigurður Arnarson skrifar
07. janúar 2026 | kl. 10:00

Lausnin 3/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
07. janúar 2026 | kl. 09:00