Það er undarlegt þetta réttlæti lífsins

Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor við Háskólann á Akureyri segir frá erfiðri lífsreynslu í pistli dagsins fyrir Akureyri.net. Pistlar hennar birtast annan hvern föstudag.
Foreldrar Kristínar voru nýlega skilin og hún bjó hjá móður sinni í kjallaraíbúð við Ránargötu í Reykjavík. Kristín var í 1. bekk Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, rétt orðin 13 ára.
„Skömmu eftir áramótin þetta ár hófust miðsvetrarprófin í Gaggó Vest, ég sat í þröngri stofunni á Ránargötunni og var að lesa mannskynssögu þegar hávær hlátur barst úr eldhúsinu í þessari kjallaraholu sem við bjuggum í. Þar var mamma og ástmaður hennar. Ég kallaði fram og bað þau að þegja því ég væri að lesa fyrir próf,“ skrifar Kristín.
„Ástmaðurinn vippaði sér þá að mér og sló mig utan undir þannig að ég þeyttist fram á gólfið. Þar lá ég og hugsaði. „Ég þarf að komast út, ég þarf að fara niður á Hagamel til pabba, en ég get ekki farið í skó eða föt, því þá nær Gunnar mér (en svo hét ástmaðurinn).“ Ég hugsaði aðeins fleira, ég þyrfti að taka með mér bækur fyrir næstu próf, landafræði og dönsku. Mér tókst að safna þessu lesefni saman, og hlaupa út á sokkaleistunum. Ég kom útgrátin og rennandi blaut á Hagamelinn og sagði pabba og fólkinu þar hvað hefði gerst. Pabbi og Gunnar mágur hans fóru strax upp á Ránargötu.“
Síðan segir Kristín: „Ég vissi lengi vel ekki hvað gerðist þar, en var sagt að mamma hefði hringt í lögregluna og pabbi „setið inni“ þessa nótt. Það er stutt síðan ég frétti þetta.“
Pistill Kristínar: Örlítið brot frá unglingsárum


Barkarbjöllur – ógn við íslenska skóga

Serie A

Uppá eldhússkápnum

Heilbrigt vantraust
