Fara í efni
Pistlar

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þrjátíu ára

Tuttugasta og fjórða október 2023 voru þrjátíu ár liðin síðan Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék á sínum fyrstu tónleikum í Akureyrarkirkju undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar sem var um margra ára skeið aðalstjórnandi hljómsveitarinnar.

Kammerhljómsveit Norðurlands hafði þá um sex ára skeið „plægt akur“ sinfónískrar tónlistar á Akureyri og haldið við mjög erfið rekstrarskilyrði 3 - 5 tónleika á ári. Roar Kvam var aðalstjórnandi hennar frá upphafi og um nokkurra ára skeið. 

Fyrir okkur sem stóðum að rekstri Kammerhljómsveitarinnar var miklu fargi af okkur létt og tilfinningin um að „fagrir draumar rætast enn“ allsráðandi.

Þrjátíu árum seinna sendi ég óskabarni okkar svo margra dyggra áhugamanna um reglulegan flutning sinfónískra tónleika á Akureyri mínar einlægustu hamingjuóskir. Ég verð þó að viðurkenna að „hinn 30 ára fagri draumur“ hefur ekki rætst að fullu.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands býr við frábær starfsskilyrði í Hofi og landsins besta hljómandi sal í Hamraborg.

En flutningur á sinfóníum er of sjaldan. Tónlistarkynningar í grunn- og framhaldsskólum of sjaldan. Uppeldishlutverk hljómsveitarinnar okkar bestu hljóðfæranemenda vanrækt. Feykna langt bil milli rekstrarskilyrða Sinfóníuhljómsveitar Íslands og okkar sinfóníuhljómsveitar.

Besta gjöfin sem ég get hugsað mér er sú að láta nú loksins þrjátíu ára gamlan draum rætast.

Merk tímamót verða heiðruð með flutningi á einni stórfenglegustu sinfóníu allra tíma, „ÞEIRRI NÍUNDU“ eftir Beethoven undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Látum hina glæsilegu hljóma „Þeirrar níundu“ vekja okkur af drauminum, svo sannarlega er það hægt.

Fyrir mér liggur að senda hamingjuhugskeyti frá Berlín og læt alla hugarorku fljúga til afmælisbarnsins úr Philharmoniuhöllinni þar.

Jón Hlöðver Áskelsson er tónskáld

Kaniltré

Sigurður Arnarson skrifar
11. desember 2024 | kl. 09:00

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Sperðlar

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
09. desember 2024 | kl. 11:30

Hér og nú – Frá augnabliki til augnabliks

Haukur Pálmason skrifar
09. desember 2024 | kl. 06:00

Íþróttasíða Halls Símonarsonar

Jóhann Árelíuz skrifar
08. desember 2024 | kl. 13:00

Hvar er hinn sanni jólaandi?

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
06. desember 2024 | kl. 06:00