Fara í efni
Pistlar

Nordplus ráðstefna í VMA öllum opin

Verkmenntaskólinn á Akureyri tekur nú þátt í Nordplus verkefni sem ber yfirskriftina Green Shift in Education. Hinir þátttökuskólarnir eru í Færeyjum, Noregi og á Grænlandi og á morgun, miðvikudag, verður veflæg ráðstefna í verkefninu og er hún öllum áhugasömum opin. Hún verður í stofu M01 í VMA kl. 11:00 og stendur í um tvær klukkustundir.

Í þessu verkefni er horft til grænna lausna í orkumálum og leitast við að fletta þær umræður og lausnir inn í kennslu í skólunum. Eðli málsins samkvæmt er nálgunin mismunandi í löndunum, hér á landi er hlutur jarðvarmans stór í orkugeiranum og á það mun Sævar Páll Stefánsson kennari vélstjórnargreina leggja áherslu í erindi sínum á vefráðstefnunni.

Samstarf fjögurra þátttökuskóla í þessu verkefni á sér margra ára sögu og hefur það oft verið kallað FING, sem vísar til þátttökulandanna Færeyja, Íslands, Noregs og Grænlands. Hinir skólarnir þrír eru Vinnuhaskulin í Þórhöfn í Færeyjum, Fagskolen Rogaland í Stavanger í Noregi og Arctic Technology/KTI råstofskolen í Sisimiut á Grænlandi.

Af hálfu VMA vinna að verkefninu Sævar, sem áður var nefndur, Benedikt Barðarson aðstoðarskólameistari og Hanna Þórey Guðmundsdóttir, sem veitir bókasafni VMA forstöðu.

Smellið hér til að sjá allar nánari upplýsingar

Kunningi frænda míns

Orri Páll Ormarsson skrifar
18. maí 2024 | kl. 14:00

Dagur læknisins

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
17. maí 2024 | kl. 18:00

Kolefnissugur og endurskinshæfni gróðurlenda

Sigurður Arnarson skrifar
15. maí 2024 | kl. 13:30

Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 35 (Fagrastræti 1)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
15. maí 2024 | kl. 08:00

Þúfnaganga

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
13. maí 2024 | kl. 13:30

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30