Fara í efni
Pistlar

Akureyri – nýtt VMA lag frumflutt á árshátíðinni

Á árshátíð Verkmenntaskólans á Akureyri fyrr í þessum mánuði var einn af hápunktunum frumflutningur nýs VMA-lags sem ber einfaldlega heitið Akureyri. Lagið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum – t.d. Spotify, Boomplay.com og Youtube. Sagt er frá þessu á vef skolans.

„Lag og texta sömdu JóiPé og strákarnir í Sprite Zero Klan – Kolbeinn Sveinsson og Daníel Óskar. Auk þeirra syngja lagið Hafdís Inga Kristjánsdóttir, sem hefur lengi verið áberandi í tónlistarlífinu í VMA, og Sigurður Einar Þorkelsson, skemmtanastjóri Þórdunu, kemur einnig við sögu,“ segir í fréttinni.

„Steinar Bragi Laxdal, formaður Þórdunu, segir að fljótlega eftir að hann tók við formennskunni haustið 2022 hafi hann viðrað þá hugmynd að hljóðrita nýtt VMA-lag en af því hafi ekki orðið fyrr en nú. Í millitíðinni vann Ársæll Gabríel lag sem var frumflutt á árshátíð VMA í fyrra en svo var rykið dustað af samstarfi við JóaPé og Sprite Zero Klan og útkoman var Akureyri sem hér má heyra. Lokið var við vinnslu lagsins um mánaðamótin febrúar-mars. Lokaupptökur voru í hljóðverinu Tónhyl í Reykjavík og JóiPé sá síðan um eftirvinnslu og hljóðblöndun. Steinar Bragi segist vera mjög ánægður með útkomuna og höfundar lagsins ekki síður.“

Kunningi frænda míns

Orri Páll Ormarsson skrifar
18. maí 2024 | kl. 14:00

Dagur læknisins

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
17. maí 2024 | kl. 18:00

Kolefnissugur og endurskinshæfni gróðurlenda

Sigurður Arnarson skrifar
15. maí 2024 | kl. 13:30

Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 35 (Fagrastræti 1)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
15. maí 2024 | kl. 08:00

Þúfnaganga

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
13. maí 2024 | kl. 13:30

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30