Fara í efni
Pistlar

Mjög slæm veðurspá og vegum lokað

Svona lítur viðvaranakort Veðurstofunnar út frá því síðdegis í dag og langt fram eftir degi á morgun.

Enn og aftur litast Íslandskortið gult og appelsínugult af viðvörunum veðurfræðinga, kröpp lægð á leið í norðaustur yfir landið og von á hvassviðri síðdegis í dag og fram eftir degi á morgun. Appelsínugul veðurviðvörun gildir fyrir Norðurland eystra frá kl. 16 í dag til kl. 17 á morgun, fimmtudag. Appelsínugul viðvörun tekur fyrr gildi á suðvesturhluta landsins eftir því sem lægðin gengur yfir landið. 

Von er á sunnan og síðan suðvestan stormi, 20-28 metrum á sekúndu og gæti farið yfir 40 m/sek. í hviðum. Hvassast verður vestantil á svæðinu. Spáð er slyddu eða rigningu og verður hún talsverð um tíma í kringum Eyjafjörðinn. Í kvöld verður vindur suðvestlægari, hlýnar í veðri og hiti á bilinu 2-8 stig. Á morgun getur orðið allt að 14 stiga hiti Norðanlands í hnúkaþey.

Öxnadalsheiði lokuð

Foktjón er talið líklegt og útlit fyrir röskun á samgöngum. Það verður semsagt ekkert ferðaveður í tæpan sólarhring ef veðurspá gengur eftir. 

Margir vegir eru á óvissustigi í dag og verður mögulega lokað með stuttum fyrirvara, skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum. Sem dæmi má nefna að aðalleiðin á milli Akureyrar og Reykjavíkur er ófær.
 
Á vef Vegagerðarinnar segir:
 
  • Holtavörðuheiði – Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Ólíklegt að hægt verði að opna í dag.
  • Siglufjarðarvegur – Óvissustig verður frá kl. 16:00 í dag til kl. 17:00 á morgun, fimmtudag 6. febrúar. Veginum verður hugsanlega lokað með stuttum fyrirvara.
  • Ólafsfjarðarmúli – Óvissustig verður á veginum frá kl. 15:00 í dag og getur því lokað með stuttum fyrirvara.
  • Vopnafjarðarheiði – Veginum verður lokað kl. 15:00 í dag vegna veðurs.
  • Möðrudalsöræfi – Veginum verður lokað kl. 15:00 í dag vegna veðurs.
  • Mývatnsöræfi – Veginum verður lokað kl. 15:00 í dag vegna veðurs.

Blágreni

Sigurður Arnarson skrifar
30. apríl 2025 | kl. 16:30

Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. apríl 2025 | kl. 13:45

Bravo

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. apríl 2025 | kl. 11:30

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Bjóðum þjófa og slordóna velkomna

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. apríl 2025 | kl. 06:00

Amma Kristín

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
25. apríl 2025 | kl. 06:00