Fara í efni
Pistlar

Bikarinn: KA heima gegn ÍR, Þór úti gegn Gróttu

KA-maðurinn Ívar Örn Árnason og Þórsarinn Birkir Heimisson. Myndir: Þórir Ó. Tryggvason og Skapti Hallgrímsson

KA mætir ÍR á heimavelli í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar, en Þórsarar leika við Gróttu á Seltjarnarnesi. Dregið var í dag.

Báðir leikirnir fara fram í næstu viku, fimmtudaginn 25. apríl, sem er sumardagurinn fyrsti.

  • 15.00, KA - ÍR á Greifavelli KA
  • 16.00, Grótta - Þór á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi

Þór, Grótta og ÍR leika öll í næst efstu deild Íslandsmótsins í sumar, Lengjudeildinni, en KA í Bestu deildinni. Liðin í efstu deild mæta nú til leiks, í 3. umferð keppninnar, en Lengjudeildarliðin tóku þátt í 2. umferð. Úrslit urðu þessi:

  • Þór - KFA 5:1
  • KV - ÍR 1:7
  • Grótta - Njarðvík 3:2

Stórleikur 32 liða úrslitanna í ár verður viðureign Vals og FH. Það er eini leikurinn þar sem lið úr Bestu deildinni mætast.

Smellið hér til að sjá allan dráttinn

Kartöflur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
29. apríl 2024 | kl. 11:30

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00