Fara í efni
Pistlar

Axel annar þjálfara 20 ára landsliðs Noregs

Axel Stefánsson og Ane Mällberg hafa verið ráðin þjálfarar 20 ára landsliðs Noregs í handbolta. Mynd af vef norska

Akureyringurinn Axel Stefánsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari 20 ára landsliðs Noregs í kvennaflokki til tveggja ára ásamt Ane Mällberg. Framundan er undirbúningur og síðan þátttaka á heimsmeistaramóti 20 ára landsliða á næsta sumri. 

Handbolti.is greinir frá þessu í dag og vitnar í vef norska handknattleikssambandsins.

Axel hefur lengi búið í Noregi og þjálfað bæði karla- og kvennalið. Hann var til að mynda í þjálfarateymi kvennaliðs Storhamar sem varð Noregsmeistari, norskur bikarmeistari og Evrópudeildarmeistari 2024. Eftir það lét hann gott heita til að einbeita sér að starfi sínu sem kennari við háskólann í Elverum.

Axel, sem lék í marki á sínum tíma, hóf ferilinn með Þór en lék einnig með KA og Val hér heima. Hann hóf ungur að þjálfa og stýrði m.a. meistaraflokki karla hjá Þór um tíma. 

Smellið hér til að sjá frétt handbolta.is.

Svartþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. september 2025 | kl. 09:15

Fífilgerði, gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
09. september 2025 | kl. 06:00

Rabarbari

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
08. september 2025 | kl. 11:30

Tvístígandi

Jóhann Árelíuz skrifar
07. september 2025 | kl. 06:00

Hvar eru geitungarnir grimmu?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
06. september 2025 | kl. 06:00

Stál og hnífur stöðvuðu svefninn

Orri Páll Ormarsson skrifar
05. september 2025 | kl. 11:30