Fara í efni
Pistlar

Auðvelt hjá Þórsurum gegn KFA í bikarnum

Ýmir Már Geirsson, Fannar Daði Malmquist Gíslason og Egill Orri Arnarsson fagna eftir að Fannar gerði annað mark sitt og fjórða mark Þórs í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu auðveldan sigur á liði KFA (Knattspyrnufélags Austfjarða) í 2. umferð bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar, í Boganum í dag. Lokatölur urðu 5:1 eftir að Þórsarar komust í 4:0.

Fannar Daði Malmquist Gíslason kom Þór á bragðið strax á 3. mínútu, Rafael Victor bætti við marki þegar 23 mín. voru liðnar og eftir rúmlega hálftíma leik varð Abdelhadi Khalok El Bouzarrari fyrir því óláni að gera sjálfsmark.

Fannar Daði gerði annað mark sitt þegar 15 mín. voru liðnar af seinni hálfleik, staðan þá 4:0 en Tómas Atli Björgvinsson minnkaði muninn aðeins þremur mín. síðar. Lokaorðið átti Alexander Már Þorláksson sem gerði fimmta markið á 81. mín. 

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Kartöflur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
29. apríl 2024 | kl. 11:30

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00