Fara í efni
Pistlar

Andrésar leikunum frestað til 13. maí

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna hefur ákveðið að fresta þeim um þrjár vikur vegna covid ástandsins. Leikarnir áttu venju samkvæmt að hefjast á sumardaginn fyrsta, sem nú er 22. apríl, en verða 13.-15. maí. Keppni hefst því á uppstigningardag.

„Leikarnir skipa stóran sess í hjörtum allra skíða- og brettakrakka og er sá viðburður sem mörg börn bíða allt skíðaárið eftir! Því er það okkur mikilvægt að geta haldið leikana í ár og gefið krökkunum þannig færi á að koma og hittast í leik og keppni,“ segir Gísli Einar Árnason í Andrésar andar nefndinni. „Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að létta á sóttvarnartakmörkunum og opna skíðasvæðin, og við erum mjög jákvæð og bjartsýn á að það gangi eftir. Hlíðarfjall skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er nægur snjór til að halda leikana um miðjan maí!“ segir Gísli.

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00