Fara í efni
Pistlar

Andrésar leikunum frestað til 13. maí

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna hefur ákveðið að fresta þeim um þrjár vikur vegna covid ástandsins. Leikarnir áttu venju samkvæmt að hefjast á sumardaginn fyrsta, sem nú er 22. apríl, en verða 13.-15. maí. Keppni hefst því á uppstigningardag.

„Leikarnir skipa stóran sess í hjörtum allra skíða- og brettakrakka og er sá viðburður sem mörg börn bíða allt skíðaárið eftir! Því er það okkur mikilvægt að geta haldið leikana í ár og gefið krökkunum þannig færi á að koma og hittast í leik og keppni,“ segir Gísli Einar Árnason í Andrésar andar nefndinni. „Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að létta á sóttvarnartakmörkunum og opna skíðasvæðin, og við erum mjög jákvæð og bjartsýn á að það gangi eftir. Hlíðarfjall skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er nægur snjór til að halda leikana um miðjan maí!“ segir Gísli.

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 42

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. nóvember 2025 | kl. 06:00

Úrillt og ráðvillt trippastóð

Orri Páll Ormarsson skrifar
28. nóvember 2025 | kl. 10:00

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00