Fara í efni
Fréttir

„Vinkilbygging“ við Undirhlíð og Skarðshlíð

Hér má sjá teikningu af húsi sem Byggingarfélagið Hyrna hyggst byggja á lóðinni númer 20 við Skarðshlíð, reit sem á sínum tíma kom til greina undir fjölbýlishús þar sem heilsugæslustöð yrði á jarðhæð. Síðar var ákveðið að heilsugæslustöðin norðan Glerár yrði í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð.

Myndina er að finna í gögnum sem voru til umræðu á fundi skipulagsráðs nýlega og bæjarstjórnar í gær. Þar var samþykkt óveruleg breyting á deiliskipulagi en tillagan gerir ráð fyrir vinkilbyggingu sem er 5 hæðir í miðjunni en lækkar til hliðanna í 3 hæðir. Byggingin mun rúma 53 íbúðir með alls 78 bílastæðum, þar af 46 stæðum í bílakjallara.

Lóðin við Skarðshlíð sem um ræðir, Undirhlið til vinstri og Hörgarbraut hægra megin.

 

Tvær útfærslur sem koma til greina.