Uppgrip í Vaglaskógi

EYRARPÚKINN - 48
Simmi eyddi ekki öllum kröftum í slagsmál og fótbolta heldur opnaði skúffur í kommóðunni sem hann límdi saman úr tómum eldspýtustokkum með hveitilími af hind og kíkti á smámuni sína.
Var kommóða mín klén miðað við kommóðu Simma og sást um of límið milli eldspýtustokka.
Simmi setti grænt tau líkt og var í billjarðborðum í skúffubotna og málaði kommóðuna smekkvíslega og undi sér lengi við að skreyta hana og bæta.
Og svo lagði bróðir á ráðin með Kúdda um uppgrip í Vaglaskógi um verslunarmannahelgina og fóru þeir með rútu í skóginn með tómar ferðatöskur og fylltu þær af tómum flöskum og fóru margar ferðir og þénuðu drjúgt drengirnir.
En ég sat eftir með sárt ennið í Eyrarvegi of lítill til að fara á slíka vertíð.
Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.
- Uppgrip í Vaglaskógi er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.


Krísuvík

Trjávernd

Hvernig væri ásýnd Akureyrar án stóru trjánna?

Ólæst
