Heilbrigt vantraust
04. maí 2025 | kl. 06:00
EYRARPÚKINN - 37
Viggi hrópaði Hvar er Jói spói og þreif mig á axlir sér en ég reif í hárið á honum og fannst elsti bróðir engum líkur við að halda uppi fjöri á sokkabandsárum.
Oft tyllti Viggi mér á skápinn háa í eldhúsinu og hvurgi betra að horfa yfir fjölskylduna og spýtti ég sveskjusteinum á bræður og systur og var nær dottinn af skápnum af kátínu og stríðni.
Uppi þar hélt ég ræður yfir gestum og gangandi og var snarlega kippt niður af pabba eða Vigga.
Sólin brosir á eldhúsglugga þegar við Simmi drekkum súpu gegnum nefið eins og Nóbelsskáldið og borðum tómata og þykja nýstárleg aldin.
Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.