Fara í efni
Pistlar

Uppá eldhússkápnum

EYRARPÚKINN - 37

Viggi hrópaði Hvar er Jói spói og þreif mig á axlir sér en ég reif í hárið á honum og fannst elsti bróðir engum líkur við að halda uppi fjöri á sokkabandsárum.

Oft tyllti Viggi mér á skápinn háa í eldhúsinu og hvurgi betra að horfa yfir fjölskylduna og spýtti ég sveskjusteinum á bræður og systur og var nær dottinn af skápnum af kátínu og stríðni.

Uppi þar hélt ég ræður yfir gestum og gangandi og var snarlega kippt niður af pabba eða Vigga.

Sólin brosir á eldhúsglugga þegar við Simmi drekkum súpu gegnum nefið eins og Nóbelsskáldið og borðum tómata og þykja nýstárleg aldin.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Uppá eldhússkápnum er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Í hita leiksins

Jóhann Árelíuz skrifar
17. ágúst 2025 | kl. 14:00

Steinvalan í öldugangi Öskjuvatns

Rakel Hinriksdóttir skrifar
17. ágúst 2025 | kl. 12:00

Gervisáli

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. ágúst 2025 | kl. 18:00

Á fjöllum erum við öll í sama liði

Rakel Hinriksdóttir skrifar
16. ágúst 2025 | kl. 14:00

Þessi þjóð er hrædd við útlendinga

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
16. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þokaðu úr lokunni, aðeins andartak

Rakel Hinriksdóttir skrifar
15. ágúst 2025 | kl. 06:00