Fara í efni
Menning

Úkraínsk bíóklassík sýnd á Amtsbókasafninu

Amtsbókasafnið býður upp á úkraínskt bíómyndakvöld næstkomandi fimmtudag, 16. nóvember kl. 19.00. Myndin sem verður sýnd heitir „Skuggar gleymdra forfeðra“, eða „Тіні Забутих Предків“. Myndin er 1 klukkustund og 35 mínútur.

Áður en myndin byrjar, verður kynning um myndina sjálfa og bókina sem hún er byggð á. Einnig um Húzul-þjóðflokkinn og goðsagnir þeirra, en sagan gerist þar. Á imdb.com, Internet movie database, er hægt að lesa um myndina og þá er ljóst að mikið er um ástir og hjartasár og jafnvel einhverja galdra.

Eftir myndina verður tækifæri til þess að ræða saman um myndina. Boðið verður upp á popp, drykki og ýmis sætindi, segir á facebook-síðu Amtsbókasafnsins. Öll velkomin.

Viðburðinn má sjá hér: https://fb.me/e/1n7CvAkGe