Fara í efni
Fréttir

Þotu Niceair flogið fyrir Play

Þota Niceair á Akureyrarflugvelli. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þota akureyrska flugfélagsins Niceair leysti af flugvél Play í flugi til Gautaborgar í gærkvöldi. Vélin mun aftur fylla í skarðið hjá Play í dag. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Niceair flýgur frá Akureyri til Kaupmannahafnar á fimmtudögum og sunnudögum og til Tenerife á miðvikudögum. Þotan er því laus aðra daga. Samkvæmt áætlun átti að fljúga til London á mánudögum og föstudögum en þeim ferðum hefur verið aflýst allan þennan mánuð vegna óvissu um leyfi breskra stjórnvalda, eins og áður hefur komið fram.

Frétt RÚV