Fara í efni
Fréttir

Fimm ár að baki – Til hamingju með daginn!

Í dag, fimmtudag, eru 5 ár síðan frétta- og mannlífsvefurinn akureyri.net var endurreistur af núverandi eigendum. Starfsmönnum og tugum þúsunda lesenda víða um land, og úti í heimi, eru færðar hamingjuóskir í tilefni dagsins!

Vefurinn fór í loftið föstudaginn 13. nóvember 2020 og haldið var út í ákveðna óvissa með það í huga að birta fjölbreytt, skemmtilegt og vandað efni á hverjum einasta degi ársins. Það hefur tekist; lesendum hefur verið boðið upp á níu fréttir, greinar, pistla eða annað efni að meðaltali á hverjum einasta degi síðan 13. nóvember 2020.

Viðbrögð voru strax afar góð, lesturinn mikill og aukist jafnt og þétt allar götur síðan. Met var slegið í nýliðnum október; aldrei hafa fleiri komið inn á akureyri.net. Einstakir gestir (IP tölur) í október voru 93.473 – hver sími telst ein IP tala og hver tölva önnur. Margir eiga því tvær IP tölur. Hver IP tala er aðeins talin einu sinni, sama hve viðkomandi fer oft inn á vefinn í mánuði þannig að 93.473 einstakir gestir er ótrúlegur fjöldi. Rétt er að minna á Akureyringar eru 20.000 svo ekki þarf að velkjast í vafa um að Akureyri.net á sér marga dygga lesendur annars staðar en við Eyjafjörð.

Áfram Akureyri - og Akureyri.net!

Bestu kveðjur,

Skapti Hallgrímsson,
ritstjóri