Fara í efni
Fréttir

Spilltir leiðtogar skipti okkur ekki í fylkingar

Auður H. Ingólfsdóttir - bakgrunnsmyndin er frá samstöðufundinum með úkraínsku þjóðinni sem fram fór á Ráðhústorgi á Akureyri í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálaræðingur og pistlahöfundur Akureyri.net skrifar í dag um stríðið í Úkraínu. 

„Stríðsátök eiga sjaldan rætur sínar að rekja til fjandsemi almennra borgara í garð annarra hópa eða íbúa annarra ríkja. Oftast er um að ræða valdagráðuga leiðtoga sem misnota stöðu sína. Kynda undir ófriði milli fólks, magna hann upp, og ná einhvern vegin smátt og smátt að sannfæra sjálfa sig og aðra um að ofbeldi og beiting hervalds sé eina lausnin,“ segir Auður meðal annars.

„Eitt af því sem er mér ofarlega í huga núna er hversu mikilvægt það er að við leyfum ekki spilltum leiðtogum að skipta okkur upp í fylkingarnar: Við og hinir. Að við gleymum því aldrei að við erum öll manneskjur.“

Smellið hér til að lesa pistil Auðar.

Smellið hér til að sjá umfjöllun Akureyri.net um samstöðufundinn.