Fara í efni
Fréttir

Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi í NA

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í Norðausturkjördæmi, 23%, skv. nýrri könnun Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri, vegna alþingiskosninganna 25. september. Flokkurinn fengi þrjá menn kjörna yrði þetta niðurstaða kosninganna.

Niðurstaða könnunarinnar er sem hér segir:

  • Sjálfstæðisflokkur 23,0% – 3 þingmenn
  • Framsóknarflokkur 18,2% – 2 þingmenn
  • Vinstri hreyfingin – grænt framboð 14,2% – 1 þingmaður
  • Samfylkingin 10,9% – 1 þingmaður 
  • Miðflokkur 9,7% – 1 þingmaður
  • Píratar 7,9% – 1 þingmaður
  • Sósíalistaflokkur Íslands 7,1%
  • Viðreisn 4,6%
  • Flokkur fólksins 3,9%
  • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 0,4%

Um er að ræða netkönnun meðal fólks í álitsgjafahópi RHA í Norðausturkjördæmi.

1354 svöruðu könnuninni. Gögnin voru vigtuð eftir búsetu og aldri til þess að endurspegla betur lýðfræðina í síðustu kosningum. Eftir vigtun eru svörin 1268.

Nánar verður greint frá niðurstöðum könnunarinnar eftir helgi, eftir því sem Akureyri.net kemst næst.