Fara í efni
Fréttir

Sigmundur efstur og Anna Kolbrún í 2. sæti

Framboðlisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi fyrr í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður flokksins, er í efsta sætinu eins og síðast og Anna Kolbrún Árnadóttir, alþingismaður, skipar annað sæti listans, eins og fyrir fjórum árum.

Þessi skipa sex efstu sætin á lista flokksins í Alþingiskosningunum í september:

  1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
  2. Anna Kolbrún Árnadóttir
  3. Þorgrímur Sigmundsson
  4. Ágústa Ágústsdóttir
  5. Alma Sigurbjörnsdóttir
  6. Guðný Harðardóttir