Fara í efni
Pistlar

Ódi

EYRARPÚKINN - 22

Ég þandi lungun á eldhúsbekk og skápnum háa og hafði skáldskapinn úr dægurlagaheftum þeim sem út komu reglulega.

Óðinn Valdimarsson var vinsæll á Eyrinni enda fæddur í Fróðasundi og einn okkar þó frægur væri og skaðaði ekki að hann var kumpáni Vigga og Hadda Tryggva.

Snérumst við Eyrarpúkar seinnipart laugardags undir forustu Nonna og Bjössa á vellinum sem hornið vantaði á þegar Buick með bláum vængjum þyrlaði upp slíku ryki að þyrmdi yfir Vaðlaheiði en út spruttu Óðinn Vald og félagar.

Jafnhattaði Óðinn mig sposkur og vissi að ég var litli bróðirinn Vigga.

Við báðum Óda að taka lagið og settist söngvarinn í framsæti Bjúikksins, sturtaði í sig glæru kóki og hallaði sér kvikmyndalega á gluggakarminn með sólgleraugu og hárið í spíss og söng útá völlinn

Þú ert alltaf ung og rjóðÞú ert alltaf væn og góðHeyrðu mig MaggaÉg elska þig

Hló Ódi og spýtti á nýju Hjalteyrargötuna en við klöppuðum strákar og æstum hann áfram.

Allir kunnu Í kjallaranum og sungu með Óda svo bergmálaði í hjöllunum.

Í kjallaranum (dú-a)Í kjallaranum (dú-a)Í kjallaranum'ann Keli litli fæddist (dú-a)

Svo svissaði bílstjórinn kagganum sem hvarf í rykmekki en við strákarnir héldum áfram boltanum og skein ekki sólin ögn skærar en áður?

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Ódi er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Sól um hádegisbil

Jóhann Árelíuz skrifar
24. ágúst 2025 | kl. 06:00

Orkuveita heilans

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 11:45

Þessi þjóð er óð í gróða

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00

Og Ian Rush verður að skora!

Orri Páll Ormarsson skrifar
22. ágúst 2025 | kl. 09:00

Bergfuran við Aðalstræti 44

Sigurður Arnarson skrifar
20. ágúst 2025 | kl. 23:00

Eyrarland, gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
19. ágúst 2025 | kl. 10:00