Fara í efni
Umræðan

Nýtum kosningaréttinn!

Kæru kjósendur, undanfarnar vikur hafa verið einstaklega lærdómsríkar og gefandi.

Ég tel þær jafnframt hafa verið fallega æfingu í lýðræðislegum vinnubrögðum og gaman hefur verið að kynnast öllum þessum ólíku frambjóðendum. Framboði til forseta fylgja þau forréttindi að fá tækifæri til að hitta fjölbreytta flóru fólks á öllum aldri og hvaðanæva af landinu. Við Björn þökkum þær góðu og hlýju móttökur sem við fengum alls staðar þar sem við komum. Þær eru ógleymanlegar og við tökum vinsemd ykkar áfram með okkur gegnum lífið.

Nú er komið að ykkur kæru landsmenn. Kosningarétturinn er dýrmætur, ekki sjálfgefinn heldur byggður á baráttu þeirra sem á undan gengu. Hver rödd er dýrmæt. Í forsetakosningum vega öll atkvæði jafnt - nýtið atkvæðaréttinn og leggið ykkar lóð á vogarskálarnar við val á sjöunda forseta lýðveldisins Íslands.

Halla Tómasdóttir er í framboði til embættis forseta Íslands

https://www.hallatomasdottir.is/is

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00