Fara í efni
Fréttir

Niceair vélin kemur „heim“ í dag

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.

Runninn er upp sá merkisdagur að Airbus vél Niceair kemur í fyrsta skipti til Akureyrar. Félagið tekur svo flugið á fimmtudaginn þegar vélin fer í jómfrúrferðina, til Kaupmannahafnar. Uppselt er í þá ferð.

Á föstudaginn verður flogið til London og fyrsta ferðin til Tenerife verður á miðvikudag í næstu viku. Niceair flýgur tvisvar í viku til Kaupmannahafnar, á fimmtudögum og sunnudögum, tvisvar í viku til London, mánudaga og föstudaga, og vikulega til Tenerife. Í haust bætist Manchester á Englandi við vinaborgir Niceair og Akureyrar.

Fullyrða má að Akureyringar taka Niceair fagnandi og ekki síður veðurguðirnir, séu þeir til, því veðrið í höfuð Norðurlands gerist vart fallegra en í dag; sólin skín, himinn er heiður og blár og hár bærist ekki á höfði nokkurs manns.

Til hamingju með daginn, Niceair og norðanmenn!