Fara í efni
Mannlíf

Málþing: verkþekking við sjávarsíðuna

Málþing: verkþekking við sjávarsíðuna

Verkþekking við sjávarsíðuna – auður til arfs, nefndist málþing sem haldið verður á Akureyri á morgun, laugardag, og á Siglufirði á sunnudaginn.

Það er Vitafélagið – Íslensk strandmenning sem stendur fyrir viðburðunum í samstarfi við heimamenn og mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Málþingið á Akureyri verður á Amtsbókasafninu og hefst klukkan 11.00. Á Siglufirði verður málþingið á Síldarminjasafninu og hefst einnig klukkan 11.00.

Dagskrána má sjá hér að neðan.