Fara í efni
Pistlar

Lútur á grænni flösku

EYRARPÚKINN - 35

Þeir voru að storka hvor öðrum bræðurnir og þreif Nonni brennivínsflösku á búrbekk, hellti í sig í hugsunarleysi og rak upp skaðræðisöskur.

Mamma kom hlaupandi úr eldhúsinu en pabbi bölsótaðist í skúrnum.

Hafði Nonni skaðbrennt kokið og lá á búrgólfinu með hljóðum.

Vítissódi á pytlunni og okkur bannað að drekka úr slíkum flöskum án vitneskju um innihaldið.

Mesta mildi hversu snöggur Nonni var að skyrpa uppúr sér lútnum og skolaði nú munninn og kældi við svelginn í þvotthúsinu.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Lútur á grænni flösku er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 42

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. nóvember 2025 | kl. 06:00

Úrillt og ráðvillt trippastóð

Orri Páll Ormarsson skrifar
28. nóvember 2025 | kl. 10:00

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00