Fara í efni
Mannlíf

Lausnin 2 – Það kviknaði í sálunni sólfagurt bros

Annar hluti ljóðabálks Stefáns Þórs Sæmundssonar – Lausnin 2/7 –  birtist í dag en sá fyrsti í gær. Þessi annar hluti er óður til vímunnar, segir Stefán, „þeirrar langþráðu gleði sem helfrosinn hugur saknaði og þráði frostkaldar nætur.“ Hann segir: „Ljóðmælandinn bókstaflega dansar um himingeima og brosir út að eyrum, tilfinningarnar streyma og það er eins og vorið vakni til lífsins. Þeir sem halda að „þú“ táknir konu eða ástina sjálfa vaða í villu og svíma því þetta er auðvitað víman og gleðióður til hennar.“

Pistill dagsins: Lausnin 2/7

Pistill gærdagsins: Lausnin 1/7