Mannlíf
Kvenfélagsball – dansað fram á rauðan morgun
26.10.2025 kl. 06:00
Mamma baðar mig í vaskinum hvíta á laugardagskvöldi þegar danslag frá fyrri tíð hljómar á öldum ljósvakans. Hún leggur frá sér skrúbb og sápu, stígur nokkur spor á bónuðu eldhúsgólfinu og syngur með útvarpinu.
Þannig hefst kafli dagsins úr bókinni Sveskjur í sólarlaginu, sem er framhald af Eyrarpúkanum, því gáskafulla skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld.
Sjaldan ljómuðu augu móður minnar skærar en þegar hún sagði mér frá dansleikjum ungdómsins á Vopnafirði en kvenfélagsböll voru það kölluð þegar kvenfélagið boðaði til dansleikja og gékk merarseðill um böllin milli bæja.
Kafli dagsins: Fram á rauðan morgun