Fara í efni
Íþróttir

Kjöri íþróttafólks ársins lýst – allir velkomnir

Hafdís Sigurðardóttir og Nökkvi Þeyr Þórisson - íþróttafólk Akureyrar 2022. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar 2023 verður lýst í menningarhúsinu Hofi í dag, miðvikudaginn 31. janúar. Samkoman hefst kl. 17:30 og verður það í 45. sinn sem besta íþróttafólk bæjarins er heiðrað með þessum eða svipuðum hætti. Allir bæjarbúar eru velkomnir í Hof í dag.

Áður en kjörinu verður lýst verða styrkir veittir til afreksefna, viðurkenningar til aðildarfélaga vegna Íslandsmeistaratitla og heiðursviðurkenningar Fræðslu- og lýðheilsuráðs verða veittar.

Íþróttafólk Akureyrar árið 2022 voru þau Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona og knattspyrnumaðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson. Hafdís er aftur á meðal 10 efstu í kjörinu en Nökkvi Þeyr er ekki gjaldgengur þar sem hann hélt utan síðla árs 2022 og leikur nú í Bandaríkjunum.

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2023

  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir – GA – Golf
  • Anna Berglind Pálmadóttir – UFA – Hlaup
  • Anna María Alfreðsdóttir – AKUR – Bogfimi
  • Hafdís Sigurðardóttir – HFA – Hjólreiðar
  • Helena Kristín Gunnarsdóttir – KA – Blak
  • Jóna Margrét Arnarsdóttir – KA – Blak
  • Madison Anne Sutton – Þór – Körfuknattleikur
  • Matea Lonac – KA/Þór – Handknattleikur
  • Sandra María Jessen – Þór/KA – Knattspyrna
  • Stefanía Daney Guðmundsdóttir – Eik – Frjálsar

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2023

  • Alex Cambray Orrason – KA – Kraftlyftingar
  • Baldvin Þór Magnússon – UFA – Hlaup
  • Dagur Gautason – KA – Handknattleikur
  • Einar Rafn Eiðsson – KA – Handknattleikur
  • Elmar Freyr Aðalheiðarson – Þór – Hnefaleikar
  • Gísli Marteinn Baldvinsson – KA – Blak
  • Hallgrímur Mar Steingrímsson – KA – Knattspyrna
  • Izaar Arnar Þorsteinsson – Akur – Bogfimi
  • Jakob Ernfelt Jóhannesson – SA – Íshokkí
  • Veigar Heiðarsson – GA – Golf