Fara í efni
Íþróttir

Kjöri íþróttafólks ársins lýst – allir velkomnir

Aldís Kara Bergsdóttir og Brynjar Ingi Bjarnason urðu hlutskörpust í kjörinu fyrir árið 2021.

Kjöri íþróttafólks ársins á Akureyri verður lýst í menningarhúsinu Hofi síðdegis í dag. Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnarinnar sem hefst klukkan kl. 17.30. Þetta verður í 44. sinn sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður.

Áður en kjörinu verður lýst verða akureyrskir Íslandsmeistarar 2022 kynntir, afhentar verða heiðursviðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs og styrkir veittir úr Afrekssjóði Akureyrar til tíu afreksefna.

Tíu efstu í kjöri íþróttakonu Akureyrar 2022

  • Aldís Kara Bergsdóttir, listhlaupari, Skautafélagi Akureyrar
  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar
  • Anna María Alfreðsdóttir, bogfimikona, Akri
  • Hafdís Sigurðardóttir, Hjólreiðafélagi Akureyrar
  • Jóna M. Arnarsdóttir, blakari, KA
  • Rakel Sara Elvarsdóttir, handboltakona, KA/Þór
  • Rut Jónsdóttir, handboltakona, KA/Þór
  • Salka Sverrisdóttir, Fimleikafélagi Akureyrar
  • Sigþóra B. Kristjánsdóttir, hlaupari, Ungmennafélagi Akureyrar
  • Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, blakari, KA

Tíu efstu í kjöri íþróttakarls Akureyrar 2022

  • Alex Cambray Orrason, kraftlyftingamaður, KA
  • Alfreð Birgisson, bogfimimaður, Akri
  • Baldvin Þór Magnússon, hlaupari, Ungmennafélagi Akureyrar
  • Bjarni G. Brynjólfsson, knattspyrnumaður, Þór
  • Ívar Örn Árnason, knattspyrnumaður, KA
  • Jóhann Már Leifsson, íshokkímaður, Skautafélagi Akureyrar
  • Lárus Ingi Antonsson, Golfklúbbi Akureyrar
  • Miguel Mateo Castrillo, blakari, KA
  • Nökkvi Þeyr Þórisson, knattspyrnumaður, KA
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, handboltamaður, KA