Fara í efni
Íþróttir

KA-menn duttu heldur betur í lukkupottinn

KA-menn fagna þriðja marki Nökkva Þeys Þórissonar (21) í sigrinum á Fram í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Aðrir eru Hallgrímur Mar Steingrímsson, Andri Fannar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn mæta liði Ægis í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu og fer leikurinn fram á Greifavellinum við KA-heimilið. 10. eða 11. ágúst. Dregið var í hádeginu.

Ægir er eina liðið úr 2. deild - þriðju efstu deild Íslandsmótsins - sem komst í átta liða úrslitin og því er óhætt að segja að KA-menn hafi dottið í lukkupottinn. Leið þeirra ætti að vera greið í undanúrslit keppninnar.

Leikirnir í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla eru þessir:

  • Víkingur - KR
  • KA - Ægir
  • HK - Breiðablik
  • Kórdrengir - FH

Einnig var dregið í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppni kvenna:

  • Selfoss - Breiðablik
  • Stjarnan - Valur