Fara í efni
Umræðan

Heilsueflandi samfélag

Það er laugardagsmorgun og ég er á leiðinni í göngutúr með góðri vinkonu. Að þessu sinni ætlum við að ganga inn að Glerárstíflu. Við förum reglulega rúnt með smá nesti og hundinn, njótum útiverunnar, samvista og náttúrunnar. Við erum búnar að fara víða en samt er svo mikið eftir.

Hér áður fyrr var það mest yngsta fólkið sem var að hreyfa sig en með bættri aðstöðu og vakningu um heilsueflingu höfum við á undanförnum árum séð sprengingu í útivist og hreyfingu hjá fólki á öllum aldri. Náttúruhlaup, fjallaskíði, gönguskíði, fjallgöngur, paddle board, hjólaferðir og svona mætti lengi telja. Hér á Akureyri búum við í paradís útivistarfólks því það er stutt út í náttúruna og fjölbreytt landslag gerir það að verkum að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Við þurfum að halda áfram á þessari braut, auka heilsueflingu hjá öllum aldurshópum. Við sjálfstæðismenn viljum auka fræðslu til íbúa um heilsueflandi möguleika í samfélaginu og halda áfram að byggja upp aðstöðu sem gerir sem flestum kleift að halda sér í góðu formi. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram vinna í anda aðgerðaráætlunar fyrir eldra fólk sem samþykkt var í desember 2021 og taka upp viðræður við Félag eldri borgara um endurskoðun áætlunarinnar með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.

Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að sett verði á fót verkefni sem stuðlar að því að eldri einstaklingar geti sinnt athöfnum daglegs lífs, geti unnið eins lengi og hægt er og komi í veg fyrir eða seinki innlögnum á hjúkrunarheimili. Það gerum við með skipulögðu verkefni sem eykur lífsgæði eldri einstaklinga og virka þátttöku þeirra í samfélaginu. Ég hlakka til að eldast á Akureyri ef þessi sýn verður að veruleika á Akureyri okkar allra.

Jóna Jónsdóttir skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn.

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Ingibjörg Isaksen skrifar
16. maí 2025 | kl. 12:00

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00