Fara í efni
Umræðan

Gulir og glaðir að störfum

Það er nánast sama á hvaða íþróttaviðburð þú mætir á Akureyri. Alltaf er að minnsta kosti annar þessara manna að störfum, oftast báðir, við að festa það „á filmu“ sem fram fer.

Skapti Hallgrímsson og Þórir Tryggvason eiga samtals hátt í heila öld að baki í þessum bransa og slá hvergi af.

Alltaf hressir í bragði, léttir og kátir, og láta fátt fram hjá sér fara. Stundum er skítakuldi úti á vellinum og þá klæða þeir sig bara betur

Undirritaður stalst til að taka meðfylgjandi myndir af þeim í gegnum girðinguna (úr skotastúkunni svonefndu) undir lok leiks KA og Breiðabliks í Bestu deild karla í gær. Þær tala sínu máli.

Takk fyrir frábært starf, félagar, í öll þessi ár. Íþróttahreyfingin í heild sinni á ykkur skuld að gjalda.

Bragi V. Bergmann er almannatengill og íþróttaáhugamaður

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00