Fara í efni
Umræðan

Fyrsti þjónustusamningur Akureyrarbæjar við Grófina geðrækt!

Grófin geðrækt er geðræktarstaður fyrir fullorðna einstaklinga, 18 ára og eldri, sem hafa upplifað geðræna erfiðleika og vilja vinna að bata með jafningum í samvinnu í fagfólk Grófarinnar og reynda notendur. Grófin hefur þá sérstöðu umfram önnur úrræði að það er eina notendastýrða úrræðið á Norðurlandi eystra. Stofnendur Grófarinnar voru hópur notenda geðheilbrigðisþjónustunnar, aðstandendur og fagfólk sem starfaði í geðheilbrigðisþjónustu á Akureyri, en Grófin geðrækt fagnaði tíu ára afmæli 10. október síðastliðinn með pompi og prakt.

Starf Grófarinnar er fjölbreytt og stuðningur í ýmsu formi lykilatriði. Starfsemi Grófarinnar styður við önnur úrræði í samfélaginu okkar og er nauðsynlegur hlekkur í keðju sem má ekki slitna. Grófin er opið samfélag jafningja og fagaðila þar sem ekki þarf að panta tíma. Úrræði eins og Grófin er samfélagsbætandi og þá ekki síður fjárhagslega hagkvæm fyrir samfélagið.

Í mars á þessu ári lagði ég fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að gerður yrði þjónustusamningur við Grófina geðrækt. Það er því mikið fagnaðarefni að í dag undirrituðu bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Ásthildur Sturludóttir, og framkvæmdastjóri Grófarinnar geðræktar, Pálína Sigrún Halldórsdóttir, þjónustusamning til eins árs. Þetta er fyrsti þjónustusamningur Akureyrarbæjar við Grófina geðrækt og vonandi ekki sá síðasti.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir er bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00

Heil­brigðis­stofnun Norður­lands 10 ára í dag

Jón Helgi Björnsson skrifar
01. október 2024 | kl. 12:20

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
28. september 2024 | kl. 12:00

Hvað segir það um málstaðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. september 2024 | kl. 06:00

Fást engin svör

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. september 2024 | kl. 11:15

Áherslur ráðherra skipta máli

Heimir Örn Árnason skrifar
20. september 2024 | kl. 09:40