Fara í efni
Pistlar

Frumbyggjar Vopnafjarðar

EYRARPÚKINN - 59

Þeir voru fleiri en Ingólfur og Hjörleifur sem undu ekki ofríki Noregskonungs og skartaði Hofsárdalurinn grænu þegar fyrsti landnámsmaður sveitarinnar lagði að við Skipakletta.
 
Eyvindur vopni sigldi frá Strind í Þrándheimi og samdi ekki við Harald hárfagra frekar en Lýtingi Arnbjarnarsyni sem á hæla hans kom og nam alla eystri strönd Vopanfjarðar og bjó í Krossavík. Þriðji landnámsmaðurinn Hróaldur Bjóla eignaði sér Vopnafjörð norðan Vesturdalsár, Selárdal og Strönd og bjó á Torfastöðum.
 
Steinbjörn Refsson bróðursonur Eyvinds vopna kemur næst við sögu og gaf Eyvindur honum allt land milli Hofsár og Vesturdalsár og er Steinbjörn frumbyggi á Hofi.
 
Á Eyrinni handan heiða vorum við strákarnir Gunnar á Hlíðarenda, Grettir og Egill Skallagrímsson og hjuggum mann og annan.
 
Simmi átti bókina Þá riðu hetjur um héruð og voru kapparnir á bókarkápu síðhærðir og fagurlima, skikkjum sveiptir með spjót á lofti.
 
Þannig sá ég landnámsmenn Vopnafjarðar fyrir mér sem þeir hleyptu fráneygir upp og niður dali hinnar víðivöxnu sveitar og stilltu til friðar og úlfúðar.
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

    • Á sunnudögum síðustu misseri hefur akureyri.net birt kafla úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003. Frumbyggjar Vopnafjarðar er kafli úr bókinni Sveskjur í sólarlaginu, síðari bók Jóhanns um Eyrarpúkann en þar segir einkum frá dvöl drengsins á æskuslóðum föður hans í Vopnafirði. Bókin kom út 2010.

Af hverju hanga greinar hengibjarka?

Sigurður Arnarson skrifar
28. janúar 2026 | kl. 11:00

Hárkolluvillan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
28. janúar 2026 | kl. 10:00

Hinn gullni meðalvegur

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
27. janúar 2026 | kl. 09:30

Móðir mín í kví kví

Jóhann Árelíuz skrifar
25. janúar 2026 | kl. 06:00

Hús dagsins: Norðurgata 13

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
24. janúar 2026 | kl. 06:00

Hvor var betri, Tommi eða Kóki?

Orri Páll Ormarsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00