Fara í efni
Umræðan

Frelsi á Akureyri

Áherslur vinstri grænna snúast um frelsi. Frelsi sem flestra, ekki foréttindafrelsi þeirra sem standa best að vígi, t.d. vegna þess að þau fæddust inn í efnaða fjöskyldu.

Líklegast myndu mörg segja að frelsi sé það að fólk geti gert það sem það langar til.

Þessi skilgreining er ekki alveg fullnægjandi ein sér því við verðum að muna eftir því að að ef einhver notar frelsi sitt þannig að það skemmir fyrir möguleikum annara til að njóta frelsis í sama mæli, skiptir „frelsið“ um eðli við þau mörk. Þegar farið er þannig yfir strikið getur það gerst að „frelsið“ umsnúist yfir í yfirgang og/eða frekju sem ætti ekki að viðgangast.

Vegna þess að við búum í samfélagi tengjast siðferðislegar skyldur frelsinu. T.d. fylgir tjáningarfrelsinu skylda til að hleypa öðrum röddum að. Ef athafnir eins hóps spilla friðhelgi og upplifun annars hóps verða yfirvöld að stíga inn og leita alvöru leiða til úrbóta.

Möguleikar fólks til að njóta frelsis eru misjafnir og það er eðlileg skylda samfélagsins að haga reglum og aðgerðum þannig þessi mismunur verði sem minnstur. Alvöru frelsi verður ekki að veruleika nema það sé gert. Til dæmis verður að vera í forgangi að jafna möguleika barna til að njóta sín óháð efnahag og stöðu foreldra. Og munið, það á heldur ekki að skipta miklu máli hvort þau búa í Grímsey, Hrísey eða inn við Poll.

Ásrún Ýr Gestsdóttir skipar 2. sæti á lista VG fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og Ólafur Kjartansson skipar 7. sæti

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00