Fara í efni
Umræðan

Fræðsla um ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins

Mánudaginn 20. mars kl. 14 verður fræðslufundur í félagsmiðstöðinni Birtu í Bugðusíðu 1 á Akureyri, þar sem fjallað verður um ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Fundurinn er á vegum fræðslunefndar Félags eldri borgara.

Ellilífeyririnn og aðrar greiðslur honum tengdar eru mikilvæg réttindi, en það koma engar greiðslur sjálfkrafa og margir eru óvissir um hvaða reglur gilda. Það er því mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvernig á að sækja um og hvaða lífeyrir og viðbótargreiðslur eru möguleg.

  • Hvað t.d. er heimilisuppbót, hvernig á að gera tekjuáætlanir og endurskoða þær – hvaða áhrif hafa aðrar tekjur?
  • Hvernig á að sækja um og finna upplýsingar og hafa samskipti við Tryggingastofnun?
  • Hvenær er tímabært að sækja um og hvernig á að nota heimsíðu TR og reiknivélina?

Þetta eru bara dæmi um þær spurningar sem vakna og sem fólk þarf að finna svör við. Mörgum finnst reglurnar of flóknar, greiðslur of lágar og skerðingar of miklar og erfitt að átta sig á hver staðan er og verður á eftirlaunaárum. Það er mikilvægt að fólk viti það sem vita þarf til að nýta réttindi sín.

Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri ellilífeyris á þjónustusviði TR í Reykjavík kemur norður og fræðir. Einnig gefst tækifæri fyrir spurningar og svör. Unnur þekkir málaflokkinn mjög vel og einnig verða umboðsmenn stofnunarinnar á svæðinu viðstaddir.

Fræðslunefndin telur víst að þessi stund verði gagnleg bæði fyrir þau, sem þegar hafa sótt um og hafið töku lífeyris og einnig fyrir fólk sem nálgast eftirlaunaaldur og farið er að huga að réttindum sínum.

Þið eruð öll hjartanlega velkomin – svo lengi sem húsrúm leyfir.

Fræðslunefnd Félags eldri borgara heldur fræðslufundi tvisvar í mánuði frá september til maí. Fundirnir eru auglýstir t.d. á heimasíðu og fb síðu félagsins. Fundirnir eru á mánudögum kl. 14 og efni þeirra er mjög fjölbreytt, þættir úr menningu, náttúru og sögu, heilsu og hreyfingu, um staði og stofnanir, mikilvæga þjónustu og hagsmunamál. Fundirnir hafa verið mjög vel sóttir.

Sigríður Stefánsdóttir er formaður fræðslunefndar Félags eldri borgara á Akureyri

Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. maí 2023 | kl. 20:00

Leitin að fullkomnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar
30. maí 2023 | kl. 14:00

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00

Essin stóru í uppstigningardagsviku

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 16:00

Meira um brjóst og rassa

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 14:14