Fara í efni
Pistlar

Blómabíllinn, Pissubíllinn

EYRARPÚKINN - 57

Það er sami Sjevrólettinn sem er Blómabíll og Pissubíll.
 
Hlaupum við krakkarnir syngjandi á eftir Blómabílnum á Sumardaginn fyrsta og Seytjánda júní þegar bíllinn ekur borðaskreyttur um götur Eyrinnar með fjólublá blómin gul og rauð á palli og flautar við og við.
 
Á eftir Pissubílnum hjólum við púkar eins lengi og buna endist á tanki og er unun að sjá vatnið sturtast á rykið því þá skín sól í heiði og skrönsum við og bremsum í hálli bleytunni.
 
Og stundum hlaupum við undir fossinn aftan úr vörubílnum bláa. 
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Blómabíllinn, Pissubíllinn er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Af hverju hanga greinar hengibjarka?

Sigurður Arnarson skrifar
28. janúar 2026 | kl. 11:00

Hárkolluvillan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
28. janúar 2026 | kl. 10:00

Hinn gullni meðalvegur

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
27. janúar 2026 | kl. 09:30

Móðir mín í kví kví

Jóhann Árelíuz skrifar
25. janúar 2026 | kl. 06:00

Hús dagsins: Norðurgata 13

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
24. janúar 2026 | kl. 06:00

Hvor var betri, Tommi eða Kóki?

Orri Páll Ormarsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00