Fara í efni
Pistlar

Beggja skauta byr

EYRARPÚKINN - 11

Ég gætti mín ekki sem skyldi á sprettinum þegar Viggi bað um vatn úr eldhúsinu heldur hljóp svo hratt á hurðarstafinn í forstofunni að sprakk fyrir og keyrði Halli Skapta mér á Willýsnum uppá spítala en ég sat í fangi bróður með handklæði um höfuð og ber ennið ör síðan.

Þá heimsótti ég einnig Fjórðungssjúkrahúsið þegar ég missti fótanna í rimlagirðingu Lönguvitleysunnar og risti baugfingur hægri handar að beini á flöskubroti og kom skælandi heim með puttann rauða.

Enda voru kinnhestar, hnefahögg og pústrar vurt daglega brauð á Oddeyri æsku minnar.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Beggja skauta byr er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Illkynja geðsjúkdómar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
22. október 2025 | kl. 13:30

Þjálfun sem nærir – um styrk og sjálfsrækt

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
21. október 2025 | kl. 12:30

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00