Fara í efni
Fréttir

Algerlega ný nálgun í íslenskum stjórnmálum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir eru þingmenn Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og eru í tveimur efstu sætum á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í september. Ljósmyndir: Miðflokkurinn.

Miðflokk­ur­inn vill skila af­gangi úr rík­is­sjóði til al­menn­ings og að hver rík­is­borg­ari fái greitt auðlinda­gjald á full­veld­is­dag­inn, 1. des­em­ber, ár hvert. Þetta er á meðal þess fram kom í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, á fundi með fréttamönnum í Hörpu í dag, þar sem hann kynnti kosn­inga­áhersl­ur flokks­ins fyr­ir alþing­iskosn­ing­ar 25. september.

„Það sem ég kynni nú fel­ur í sér al­ger­lega nýja nálg­un í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Þetta bygg­ist að nokkru leyti á reynslu minni af því hvað þarf til til þess að breyt­ing­ar nái fram að ganga. Því að breyt­ing­ar, sér­stak­lega breyt­ing­ar sem skipta máli mæta alltaf mikl­um hindr­un­um þannig það þarf að finna leiðir til að ryðjast í gegn­um þær hindr­an­ir,“ seg­ir Sig­mund­ur. „Að nokkru leyti er þetta kannski spurn­ing um að setja stjórn­mál­in og ríkið í þá stöðu að þurfa að standa sig.“

Kosn­inga­áhersl­ur Miðflokks­ins bera yf­ir­skrift­ina 10 ný rétt­indi fyr­ir ís­lensku þjóðina, og skipt­ist í eft­ir­far­andi hluta:

  • Betri rík­is­rekst­ur fyr­ir alla
  • Auðlinda­gjald fyr­ir alla
  • Heil­brigðis­skimun fyr­ir alla
  • Eign­ir fyr­ir alla
  • Hlut­deild í fjár­mála­kerf­inu fyr­ir alla
  • Jafn­ræði gagn­vart rík­inu fyr­ir alla
  • Jafn­rétti óháð bú­setu fyr­ir alla
  • Jafn rétt­ur óháð heilsu og aldri fyr­ir alla
  • Jafn­ræði í rekstri fyr­ir alla
  • Tján­ing­ar­frelsi fyr­ir alla

Sigmundur sagði sum­ar áhersl­urn­ar snúa að því að end­ur­heimta rétt­indi sem að ein­hverju leyti hafi glat­ast en í öll­um til­vik­um sé um að ræða nýja leið að því markmiði „tryggja það sem eiga að vera rétt­indi okk­ar allra Íslend­inga,“ en feli um leið í sér „mjög já­kvæða framþróun sam­fé­lags­ins,“ eins og formaðurinn orðaði það.

Smellið hér til að sjá kosningaáherslur Miðflokksins.