Fara í efni
Umræðan

Akureyringar voru að tvíborga skattinn sinn

Akureyrarbær rak um tíma öldrunarþjónustu bæjarins í samstarfi við ríkisvaldið. Gerður var samningur um reksturinn og átti ríkisvaldið að standa undir kostnaðinum. Raunveruleikinn var þó þannig að bærinn þurfti að greiða hundruði milljóna með rekstrinum á hverju ári því greiðslurnar frá ríkisvaldinu dugðu ekki til að standa undir rekstrinum. Að lokum þraut langlundargeð bæjarfulltrúa og rekstrinum var skilað til ríkisins.

Við bæjarbúar greiðum okkar skatta, m.a. til að standa undir öldrunarþjónustunni, en við greiddum líka á milli 340 og 400 milljónir árlega til þessarar sömu þjónustu í gegnum okkar útsvar. Við greiddum sama hlutinn tvisvar. Uppsafnað er þetta talið í milljörðum. Milljörðum sem hægt hefði verið að setja í verkefni sem hefðu nýst bæjarbúum beint í staðinn fyrir að greiða niður þjónustu sem ríkisvaldið á að kosta.

Galið...? Já galið.

Framhaldið varðandi rekstur öldrunarheimilanna er þekkt. Einkaaðili sér nú um rekstur þeirra. Og til að bæta gráu ofan á svart þá tók ríkisvaldið húsnæði öldrunarheimilanna, sem er að hluta til í eigu bæjarins og afhenti núverandi rekstraraðila öldrunarheimilanna án þess að ganga þannig frá málum að bærinn fái greidda leigu fyrir. Og þannig er staðan í dag. Bærinn á húsnæði sem einkaaðili er með í notkun í sínum rekstri en bærinn fær ekki greidda leigu fyrir það.

Galið...? Já galið.

Nú styttist í kosningar og á Akureyri eru níu framboð að tefla fram listum. Ekki hefur farið mikið fyrir umfjöllun um þetta hingað til í kosningabaráttunni. Einn listinn, bæjarlisti L-listans sem ekki er með tengingar inn í stóru flokkana, segir þó á sinni heimasíðu: Gera kröfu um að ríkið greiði það sem því ber og geri upp skuld vegna málaflokka og einnig krefja ríkið um eðlilegt endurgjald fyrir leigu á húsnæði í eigu bæjarins.

Við eigum að standa í lappirnar, einnig gagnvart ríkisvaldinu. Það er ekki líðandi að greiða sama hlutinn tvisvar, ekki heldur þó málefnið sé gott.

Helgi Haraldsson er í 16. sæti hjá L-listanum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí.

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00

Grunnskólarnir okkar allra

Sindri Kristjánsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 06:00

Akureyrarbær gerir vel við barnafólk og tekjulágar fjölskyldur

Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifa
28. ágúst 2024 | kl. 14:38

Viltu úthluta milljarði?

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 12:12

Tugir milljarða evra til Pútíns

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. ágúst 2024 | kl. 16:00