Fara í efni
Menning

Rjúpnakássa eða kjötsúpa á jólum

Fróðleiksmoli frá Minjasafninu á Akureyri

14. desember – Jólamatur

Þessi jólin eru rjúpur ekki eins víða á borðum eins og margir vildu. Kannski væri þá ráð að elda rjúpnaragú eða rjúpnaglás til að drýgja kjötið. Slíkar kássur voru kannski ekki hátíðarmatur en það voru rjúpur heldur ekki lengst af. Að bera rjúpur á borð þótti merki um fátækt því algengast var að bera á borð kjöt af nýslátruðu, einkum kjötsúpu. Það höfðu ekki allir efni á því.

Þá eins og nú var algengast að borða hangikjöt yfir hátíðarnar, einkum á jóladag. Annað góðgæti sem borið var fram var nokkuð sem við tengjum meira við Þorrann en jólin, enda þorramatur venjulegur íslenskur matur í þá daga.

Með vaxandi þéttbýli urðu verslanir „uppspretta“ matar. Á Akureyri kom jólamaturinn oft úr kjötbúð, kjötborði KEA.

Haraldur Þór Egilsson er safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri. Fróðleiksmoli frá Minjasafninu birtist á Akureyri.net á hverjum degi til jóla.

Kjötbúðin við Hafnarstræti 89 

KEA rak kjötbúð í Grófargili frá 1910.

Rjúpur – mynd eftir Elísabetu Geirmundsdóttur – Listakonuna í Fjörunni.