Mögnuð myndskeið: Síld og hvalir við Grímsey

Mokveiði hefur verið við Grímsey undanfarið, eins og fram kom á vef Akureyrarbæjar í dag og Akureyri.net greindi frá fyrr í kvöld. Á vef bæjarins kom einnig fram að síld hafi verið í vöðum nærri Grímsey og stórhveli elt hana nánast upp í landsteina.
Akureyri.net birtir hér, með góðfúslegu leyfi, stórbrotin myndbönd Einars Guðmann og Gyðu Henningsdóttur sem þau tók við Grímsey.
SMELLIÐ Á MYNDINA TIL AÐ HORFA Á MYNDBANDIÐ
Í gær birti Einar svo annað myndband, ekki síður áhugavert.
„Það er bara ein leið til að komast að því hvað hvalirnir og höfrungarnir eru að éta. Ég skrapp á kayak með myndavél og dýfði henni undir yfirborðið. Á meðan flaug Gyða drónanum til að skoða þetta úr lofti,“ skrifaði hann þá.
SMELLIÐ Á MYNDINA TIL AÐ SJÁ SEINNA MYNDBANDIÐ